Morgunrútína fyrir ljómandi húð

August 20, 2017

Ég ákvað að skrifa aðeins um morgunhúðrútínuna mína

því mér finnst ég loksins hafa fundið hinar fullkomnu húðvörur sem eru bæði góðar og nærandi og vinna alveg einstaklega vel með farðanum mínum. 

 

Skyn Iceland Glacial Face Wash

 

Andlitshreinsirinn frá skyn Iceland gerir allt fyrir mig á morgnana. Mér finnst mjög mikilvægt að hreinsa vel húðina eftir nóttina því í framhaldi af því virka öll kremin betur og farðinn dreifist jafnar yfir húðina. Ástæðan fyrir því að þessi tiltekni hreinsir er í miklu uppáhaldi hjá mér þessa dagana er vegna þess að jafnframt því að djúphreinsa húðina mína, þá tekst honum að viðhalda rakanum, sem er stór plús í mínum kladda. Ég er í stöðugu stríði við að reyna að viðhalda einhverjum raka í húðinni þannig að þessi hreinsir er algjör draumur í dós.

 

Skyn Iceland The ANTIDOTE Cooling Daily Lotion 

 

Ef þú átt erfitt með að vakna á morgnana eins og ég þá er cooling loition að fara að gera morgnana þína mun auðveldari. Frískandi og kælandi myndi ég segja að séu tvo orð sem best lýsa vörunni en þetta krem er álíka mikilvægt fyrir mig á morgnanna eins og fyrsti kaffibollinn. Tilfinningin við að bera kremið yfir allt andlitið er pínu eins og að skvetta köldu vatni framan í sig, nema bara minna sull og notalegra.

 

Skyn Iceland Hydro Cool Firming Eye Gels

 

Gelpúðarnir gera undraverk fyrir augnsvæðið. Þeir gefa raka, birta undir augnsvæðinu, kæla og minka því bjúg og þrota í kringum augun. Ég get varla beðið um meira fyrir augnsvæðið mitt. Ef ég er að fara fínt út eða ef ég er alveg einstaklega þrútin og bólgin í kringum augun þá set ég þessa gelpúða á augnsvæðið og leyfi þeim að vinna vinnuna sína í 10 mínútur. Á meðan á því stendur þá byrja ég oftast á augnförðuninni minni og ef eitthvað fellur af augnskugganum mínum þá er það ekkert vandamál því það fer bara með gelpúðanum.

 

Embryolisse Lait Créme Concentré

 

Þar sem ég er með mjög þurra húð þá verð ég að fá meiri raka í húðina en Embryolisse hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér undir farða. Ef þú ert með olíumikla húð er alls ekki nauðsynlegt að nota bæði Cooling Lotion og Embryolisse, annað kremið virkar þá fullkomlega. Embyolisse er alveg brillíant undir farða því húðin tekur vel við kreminu og það myndast nokkurskonar filma fyrir farðann þannig hann dreifist vel og jafnt yfir húðina.


 Estée Lauder illuminating perfecting primer

Stundum nota ég einnig primer ef ég vil vera
alveg extra fín eftir alla þessa rútínu, en Estée Lauder illuminating primer gefur mjög fallegan og jafnan ljóma yfir húðina sem er nákvæmle það sem ég leita eftir í
primer. Hann er stúfullur af góðum efnum s.s. Vítamín E, „Rice Bran Extract“ sem nærir og róar húðina og „sea butter“ fyrir enn  meiri raka. 

 

Skyn Iceland fæst bæði í Nola og Lyf of Heilsu en Estée Lauder má finna í Hagkaup, lyf of heilsu kringlunni og Lyfju.

 

 

 

 

 

xx 

Sunna Björk

Instagram: sunnabjorkmakeup

Facebook: sunnabjorkmakeup

 

 

 

 

 

 

 

 

  

Please reload

Featured Posts

Morgunrútína fyrir ljómandi húð

August 20, 2017

1/9
Please reload

Recent Posts

May 15, 2017

December 13, 2016

July 8, 2016

May 23, 2016

Please reload

Archive

Please reload

Search By Tags

Please reload

Follow Us

  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square