Töfrar Montmartre hæðarinnar

May 11, 2017

Ég er búin að búa í Montmartre núna síðan í janúar og er alveg yfir mig ástfangin af þessu hverfi. Montmartre hæðin er best skoðuð með því að þræða og sikksakka allar litlu þröngu göturnar því það er aldrei að vita hvaða gersemi er að finna í þessum yndislegu götum hæðarinnar. Listagallerí, kaffihús og litlar fata „boutique“ eru bara örfá dæmi um sjarma hæðarinnar.

 

 

Fyrir Amelie aðdáendur þá myndi ég hiklaust mæla með því að ganga upp Rue Lepic og stoppa fyrir smá kaffi á Café des Deux Moulins þar sem Amelie þjónaði til borðs. 

 

 

Persónulega finnst mér mesti sjarminn í því að koma upp úr metro stöðunni Abbesses og inn í þungamiðju franskrar menningar. Torgið er með ekta vintage hringekju og ilmurinn af Crêpes og nutella alveg umlykur mann. Ganga síðan upp Rue des Abbesses og næla sér í baguette á Le Grenier à Pain, osta á La Butte Fromagère eða ávexti í himnesku ávaxtamörkuðunum sem eru nánast á hverju götuhorni. Abbesses er algjört sérvöruverslunar himnaríki og einfaldlega bara skyldustopp fyrir sanna sælkera.

 

 

Eftirlætisgatan mín í allri París hlýtur einfaldlega að vera Rue de l’Abreuvoir. Þegar komið er að Place Dalida blasir við manni guðdómleg, litrík, hellulögð gata með tignarlegu Sacré-Cœur efst í augnsýn. Ég gæti skrifað endalaust um töfra Montmartre hæðarinnar en hún er víst bara brotabrot af allri París.

 

 

Fyrir alvöru kaffiunnendur þá mæli ég eindregið með Cafe Tabac sem heppilega er í enda götunnar minnar en þar næ ég mér alltaf í eftirlætis cappuccino bollann minn, síðan skemmir ekki fyrir hvað þeir eru færir í lattelist. 

 

 

 

 

Le Passe-Muraille

 

Place Émile-Goudeau

 

Place du Calvaire

 

 

 

 

 

xx 

Sunna Björk

Instagram: sunnabjorkmakeup

Facebook: sunnabjorkmakeup

 

 

Tags:

Please reload

Featured Posts

Morgunrútína fyrir ljómandi húð

August 20, 2017

1/9
Please reload

Recent Posts

May 15, 2017

December 13, 2016

July 8, 2016

May 23, 2016

Please reload

Archive

Please reload

Search By Tags

Please reload

Follow Us

  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square