Make Up For Ever - Classic lift

March 7, 2017

Síðastliðinn febrúarmánuð fór ég í áframhaldandi nám í förðun við Make Up For Ever Academy í „Beauty & Fashion Intensive Program“. Námið uppfyllti mínar allra hæstu væntingar og meira til svo ég myndi hiklaust mæla með þessu námi fyrir alla þá sem hafa áhuga á því að bæta við sig þekkingu og reynslu í förðun. Það voru algjör forréttindi að fá leiðsögn frá kennurum sem hafa unnið í sínu fagi í tugi ára og einnig unnið við hlið frumkvöðulsins Pat McGrath.

 

Ég var alveg eins og barn í nammibúð þegar ég mætti í vinnustofuna því þar beið mín bókstaflega allur Make Up For Ever lagerinn eins og hann lagði sig. Hvern einasta dag fengum við tækifæri á því að prófa okkur áfram og kynnast betur hverri einustu vöru. Make Up For Ever hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér og er eitt af þessum merkjum sem standa undir nafni í öllu sem þau gera. Úrvalið er líka alls ekki af skornum skammti og ættu því allir að geta fundið sér vörur sem henta hvað best.
 

Hér fyrir neðan má einmitt sjá förðun sem ég skapaði einungis með vörum frá Make Up For Ever en ég notaðist við augnskuggatækni sem kallast „Classic lift“ eða sígild lyfting, ef við beinþýðum þetta nú yfir á góða íslensku. Þessi augnskugga tækni skapar nokkurs konar möndlulaga yfirbragð og lyftir augunum einnig upp.

 

 

 

Húðin: Embryolisse Lait Créme - Step 1 Radient Yellow Primer - Ultra HD Concealer, í litnum R22 Pink Beige til þess að leiðrétta blámann undir augunum, einnig blandaði ég litnum Y23 með örlítið af Y41 til þess að lýsa undir augnsvæðið og guli undirtóninn í Y41 hjálpar við að hylja fjólubláa tóninn undir augnsvæðinu - Liquid Lift Foundation, í litnum 10 Sand - Super Matte Loose Powder í, litnum 12 - Sculpting Kit Face Contour Kit, í litnum 2 Neutral Light - Pro Bronzer Fusion - Sculpting Blush Powder Blush, í litnum 10 Satin Peach Pink - PRO Light Fusion Undetectable luminizer, í litnum 1 Golden Pink - Mist & Fix.

 

Augun: Artist Shadow Palette 4, í litunum M-530 Eggshell fyrir ljósasta litinn, M-806 Antique Pink sem milli lit, M842 Wine blandað með M-546 Dark Purple Taupe fyrir dekksta litinn og M-100 black til þess að halda aðal mótuninni - Diamond Powder, í litnum 13 Rose Pastel spreyjað með mist & fix - Aqua Black Waterproof Cream Eye Shadow sem eyeliner - Smoky Extravagant Dramatic Impact & Graphic Precision Mascara - Lash Show númer C-709 Instant Drama False Lashes & False Lashes Glue.

 

Augabrúnir: Aqua Brow Waterproof Eyebrow Corrector, í litunum 35 Taupe og 40 Brown Black - Brow Gel Tinted Brow Groomer, í litnum 00 Transparent.

 

Varir: Artist rouge 7 lipstick palette, í litunum C211 Rose Wood blandað með örlítið af C209 Tender pink - High Precision Lip Pencil, í litnum 23 Tender Pink.

 

 

 

Please reload

Featured Posts

Morgunrútína fyrir ljómandi húð

August 20, 2017

1/9
Please reload

Recent Posts

May 15, 2017

December 13, 2016

July 8, 2016

May 23, 2016

Please reload

Archive

Please reload

Search By Tags

Please reload

Follow Us

  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square