Kylie Cosmetics - THE KOKO KOLLECTION REVIEW

January 20, 2017

 

Ég einfaldlega stóðst ekki freistinguna! Um miðjan nóvember sá ég að Kylie var að koma með nýja línu hjá Kylie Cosmetics þar sem hún og Khloe systir hennar tóku saman höndum og sköpuðu þessa guðdómlega fallegu fljótandi varaliti. Ég var alveg ein af þeim sem var mætt á vefsíðuna hennar nokkrum mínútum áður en línan kom út og tilbúin með allar bankaupplýsingar eins og um líf og dauða væri að ræða. Fyrir áhugasama er vert að nefna að línan er einmitt aftur að koma núna á þriðjudaginn klukkan 23:00 á íslenskum tíma inn á kyliecosmetics.com.

Í pakkanum eru þrír fljótandi varalitir og einn gloss fyrir aðeins 40$, sem mér þykir alveg viðráðanlegt verð fyrir þær vörur sem eru í pakkanum. Vanalega fylgir varablýantur með þessum fljótandi en ekki í þessari línu sem ég sakna svo sem ekki. Ásetjarinn er mjög nákvæmur og fínn sem gerir það að verkum að það er í raun engin þörf fyrir varablýant.

Minn eftirlætis litur í línunni er án vafa vínrauði sem ber nafnið Gorg. Hann minnir mig einnig á varalitinn Diva frá MAC sem hefur verið í uppáhaldi hjá mér í þó nokkur ár, Gorg er reyndar aðeins dekkri. Hann kom því miður örlítið ójafn í fyrstu umferð en með annarri umferð þá jafnaðist liturinn vel út. Persónulega finnst mér þægilegast ef ég kemst upp með eina umferð þegar kemur að fljótandi varalitum. Oft á tíðum getur önnur umferð orðið til þess að varaliturinn kekkist upp og þurrki varirnar.
 

Liturinn Okurrr er litsterkur, bjartur og bleik rauðtóna sem er vanalega sá litur sem ég dregst ekki að en þessi kom mér aftur á móti skemmtilega á óvart. Ég get ímyndað mér að hann yrði mjög vinsæll hjá mér yfir sumartímann. Liturinn gefur góða þekju í fyrstu umferð og er ekki of þurr á vörunum.
 

Þá er komið að litnum Khlo$ sem er einungis plús, plús, plús í minni bók. Liturinn er fallegur gulkaldtónaður „nude“ litur. Hann er litsterkur og jafn í fyrstu umferð á meðan hann situr þægilega á vörunum. 
 

Þá er það síðasti og mögulega sá sísti fyrir minn smekk en það er einungis vegna þess að 2000 „meik yfir varirnar og gloss yfir“ tískan situr ennþá í mér, já ég er sek! 
Damn Gina er eini glossinn í línunni. Hann er mjög fallegur glitrandi, ljósbleiktónaður litur og situr einnig mjög þægilega á vörunum. Hann virkar bæði yfir varalit, fljótandi varalit eða einfaldlega bara einn og sér. Mér finnst þessi gloss samt sem áður vera ótrúlega fallegur á öðrum og ég myndi hiklaust mæla með honum fyrir glossunnendur.

 

Allt í allt er ég mjög sátt með þessi kaup og það skemmir nú ekki fyrir hvað þessar kopar pakkningar eru fallegar. Mæli hiklaust með! 
 

 

 GORG

 OKURRR

 KHLO$

DAMN GINA

 

DAMN GINA, KHLO$, OKURRR, GORG

 

 

 

xx 

Sunna Björk

Instagram: sunnabjorkmakeup

Facebook: sunnabjorkmakeup

 

 

Please reload

Featured Posts

Morgunrútína fyrir ljómandi húð

August 20, 2017

1/9
Please reload

Recent Posts

May 15, 2017

December 13, 2016

July 8, 2016

May 23, 2016

Please reload

Archive

Please reload

Search By Tags

Please reload

Follow Us

  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square