Madame Malevolent - Kaltblut Magazine

January 10, 2017

AND WE ARE LIVE!
Þá er dagurinn runninn upp,  Madame Malevolent hefur loksins litið dagsins ljós. Hæfileikaríki og stórkostlegi Viðar Logi sá um myndaþáttinn en hann hafði verið í býgerð hjá honum í nokkra mánuði þegar stóra helgin rann loksins upp og allt teymið hófst handa. Það var mjög áhugavert að fá að fylgjast með karakternum Madame Malevolent, sem var upprunalega bara hugarfóstur hjá Viðari, verða síðan að veruleika. Allt í einu fóru allir þættir að smella saman og úr varð einn áhugaverðasti myndaþáttur sem ég hef fengið að vera partur af. Allt teymið fékk að láta ímyndunaraflið reika án nokkurra hafta, nánast ekkert taldist vera of mikið fyrir Madame Malevolent. Persónulega var þetta algjör útrás fyrir sköpunargáfuna. Förðunin saman stóð af gerviskalla, huldum augabrúnum, glimmeri, gerviblóði og andlitsförðun sem náði út fyrir öll mörk. Ég mæli einnig með því að þið skoðið Miss Fame á youtube, en þar er nákvæm lýsing á því hvernig hægt er að fela augabrúnir og fleiri skemmtilegheit.

 

Hér fyrir neðan eru myndirnar úr myndaþættinum en endilega smellið á slóðina til þess að sjá hann í fullri lengd. Einnig er listi yfir allt teymið hér fyrir neðan svo endilega skoðið það hæfileikaríka og yndislega fólk - þau eru nefnilega alveg á næsta stigi þegar kemur að faginu þeirra.

http://www.kaltblut-magazine.com/madame-malevolent

 

Smá svona p.s. þá langaði mig að leyfa einu skjáskoti að fylgja með en það er einmitt frá því þegar förðunarfræðingurinn Val Garland deildi einu lúkkinu úr myndaþættinum. Hún er einmitt einn af mínum eftirlætisförðunarfræðingum, enda alveg ótrúleg í sínu starfi.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Photography by Viðar Logi / Instagram: instagram.com/vidarlogi 
Styling by Sigrún Ásta Jörgensen / Instagram: instagram.com/stylist_makeupartist_ / sigrunjorgensen.com
Model Vera Hilmars signed at Eskimo Models / Instagram: instagram.com/verahilmars
Make up by Sunna Björk / Instagram: instagram.com/sunnabjorkmakeup / sunnabjorkmakeup.com
Hair by Katrín Sif / Instagram: instagram.com/katrinhairstylist 
Fashion assistant: Jón Albert / Instagram: www.instagram.com/j0nal8ert/
Assistant: Rakel Brynjólfs
Makeup assistant: Bryndís Móna / Instagram: instagram.com/bryndismonamakeup
Dogs / Great Dane: CH RW-16 Number One of Austria Great Stars and CH RW 14/16 Comandante Della Armi Sweet Dream Ava / Instagram: www.instagram.com/sjutta79/

 

 

Please reload

Featured Posts

Morgunrútína fyrir ljómandi húð

August 20, 2017

1/9
Please reload

Recent Posts

May 15, 2017

December 13, 2016

July 8, 2016

May 23, 2016

Please reload

Archive

Please reload

Search By Tags

Please reload

Follow Us

  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square