Skyn Iceland

July 8, 2016

 

Skyn Iceland, frískandi dásemd! Upp á síðkastið hef ég verið að nota vörur frá Skyn Iceland og þær hafa svo sannarlega staðið undir nafni. Vörurnar eru allar paraben free, gluten free, og það besta af öllu, vegan og cruelty free. Ef eitthvað af þessum lýsingum heilla þig þá skaltu endilega halda áfram að lesa! 

 

Nordic Skin Peel er eitthvað sem hefur verið í uppáhaldi hjá mér núna í marga mánuði og þökk sé þess þá helst meira jafnvægi í húðinni minni og þá sérstaklega yfir vetratímann þegar hún fer einmitt að mótmæla af fullum krafti.

Í krukkunni eru bómullarskífur sem hreinsa yfirborð húðarinnar og þá sérstaklega úr opnum svitaholum. Einnig innihalda skífurnar ávaxtaensím og mjólkursýrur sem gera það að verkum að húðin endurnýjar sig hraðar. Sjálf er ég með frekar viðkvæma húð en þessar skífur henta mér mjög vel og skilja eftir einstaklega fallega áferð. Ég nota skífurnar 4 sinnum í viku, áður en ég fer að sofa á hreina húð og set síðan rakakrem yfir. Fyrir viðkvæma húð eins og mína er mælt með að nota skífurnar 3-5 sinnum í viku en ef þú ert með frekar venjulega húð þá er meira en í lagi að skella bómullarskífunni yfir allt andlitið einu sinni á dag.

 

Arctic Hydrating Balm er önnur vara sem tekist hefur að gefa húðinni raka og hjálpað við að lagfæra mína þurru og viðkvæmu húð. Ég verð reyndar að vara við lyktinni, þessi vara er nefnilega ilmefnalaus og minnir því á einhverjar illa lyktandi jurtir en örvæntið ei því hún hverfur innan skamms! Persónulega finnst mér fullkomið combo að dreifa þessu yfir allt andlitið og setja svo Oxygen Infusion Night Cream rétt fyrir svefninn.

 

Oxygen Infusion Night Cream er næturkrem sem inniheldur allskonar yndislegheit, svo sem A, C, og E vítamín. Einnig hjálpar kremið við að minnka bjúg í andlitinu og þar sem að ég er með vanvirkan skjaldkirtil og hef svona í gegnum tíðina verið að vinna með bjúg „lúkkið“ þá var ég hæst ánægð að lesa þessar upplýsingar. Næturkremið virkar þannig að það þarf að hita það upp í lófunum og síðan dreifa því yfir allt andlitið.

 

Under-Eye Illuminator kemur hér seinast en er þó alls ekki síst. Þetta augnserum hjálpar gegn augnpokum og birtir undir augunum. Sjálf er ég ágætlega stolt B-manneskja og það er alls ekkert hvaða augnkrem sem er sem stenst bauga prófið mitt en þetta augnserum hefur svo sannarlega gert sitt gagn. Formúlan dregur úr fínum línum í kringum augun og myndi ég því segja að virknin í þessari vöru væri meira miðuð að +20 ára aldursflokki. Kælandi ásetjarinn minnkar einnig þrútin og nývöknuð augu.

 

Á bak við Skyn Iceland eru mjög áhugaverð vísindi og fyrir nánari innihaldslýsingar um hverja og eina vöru fyrir sig þá megið þið endilega fara inn á nola.is eða skyniceland.com en þar fann ég einmitt allar þær upplýsingar sem ég þurfti áður en ég byrjaði að nota þessar unaðslegu vörur.

 

 

xx 

Sunna Björk

Instagram: sunnabjorkmakeup

Facebook: sunnabjorkmakeup

 

Please reload

Featured Posts

Morgunrútína fyrir ljómandi húð

August 20, 2017

1/9
Please reload

Recent Posts

May 15, 2017

December 13, 2016

July 8, 2016

May 23, 2016

Please reload

Archive

Please reload

Search By Tags

Please reload

Follow Us

  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square